
Hvað er Bubblubolti?
Í Bubblubolta (einnig þekkt sem Hlussubolti, Bumber bolti, Zorb bolti) þá klæðist þú uppblásnum búbblu galla sem leyfir þér að skoppa af öðrum þátttakendum og rúlla í hringi. Þegar þú hefur klætt þig í bubblu gallann þá getur þú farið í leiki eins og Bubblu fótbolta, Stólaleik, Stórfiskaleik, Bubblustríð og fl..
Austurhopp bíður uppá að koma með boltana, stilla þeim upp og gera klárt fyrir leikina.
Bubblu fótbolti
Besta útgáfan af Bubblubolta.
Tvö liða keppa í 4v4 eða 5v5 leikjum.
Engir markverðir og engin rangstæða.
Skoraðu eins mörg mörk og þú getur meðan þú straujar yfir andstæðinginn.
Bubblu stríð
Hér eru engir vinir.
Hver maður, kona og barn þurfa að hugsa um sig sjálf.
Allir byrja inn í miðju.
Markmið leiksins er að verða sá eða sú síðasta sem stendur.
Slepptu þinni ynnri jarðýtu lausri.
Stólaleikur
Húla hoop hringjum er dreift í hring
í stað stóla. Þegar tónlistin hættir þá
finna allir sér hring, en.. þá er talið niður 3..2..1
hver verður eftir í sínum hring?
Stórfiskaleikur
Einn er hákarl og allir hinir eru smáfiskar sem raða sér upp fyrir framan hann á afmörkuðum velli. Hægt er að nota fótboltamörk eða bara búa til tvær línur með krít eða steinum til að afmarka völlinn. Svo kallar hákarlinn: “Syndið nú, allir mínir fiskar!”
Þá hleypur hópurinn yfir völlinn og reynir að komast fram hjá
stóra hákarlinum sem er hann. Þeir sem hákarlinn grípur tilheyra
hans liði og smátt og smátt fækkar í hópi smáfiskanna sem hlaupa yfir. Þeir breytast í hákarla sem reyna að ná smáfiskunum. Síðasti smáfiskurinn vinnur.
Afhverju að panta sér Bubblubolta?

- Við komum með skemmtunina til þín
- Við stillum upp og gerum klárt
- Bubblubolti er fyrir alla aldurshópa
- Á Eskifirði getum við útvegað staðsetningu.
Bubblubolti passar fyrir öll tækifæri, afmæli, steggjanir/gæsanir, hópefli á vinnustað eða bara til að skemmta sér með vinum.
Dagleiga: 60.000kr.*
Helgarleiga: 90.000kr.*
*miðað við að belgir séu sóttir á Eskifjörð, hafið samband til að fá verð í flutning og eftirlit ef þess er óskað.
Hver þátttakandi ber ábyrgð á eigin heilsu og getu til þess að taka þátt í bubblubolta. Í þeim tilvikum sem þáttakandi er yngri en 16 ára, er sá einstaklingur alfarið á ábyrgð forráðamanns . Austurhopp ber ekki ábyrgð á meiðslum eða öðrum áverkum sem kunna að hljótast af notkun bubblubolta.
Við mælum ekki með því að ófrískar konur, né þeir sem eru með háls- og bakmeiðsli séu að fara í boltana. Spilamennska í bubblubolta er á ábyrgð þeirra sem taka þátt.
*Öll verð miðast við að sótt sé á Eskifjörð, ef óskað er eftir að fá verð í að fá sent eða ef þú vilt verð í heildarpakka með fleiri tækjum, þá sendu okkur fyrirspurn hér